Fara í efni

Kjet & klæði

28.-29. maí

Upplýsingar um verð

1200

Eiríksstaðir og Víkingafélagið Rimmugýgur standa fyrir hátíðinni Kjet og Klæði á Eiríksstöðum, þar sem við ætlum að gera allskonar tilraunir og lofa gestum að tak þátt í ýmsu, sem var daglegt brauð á víkingaöld/landnámsöld.

Opið á Eiríksstöðum báða dagana kl 10 - 16. 

Aðgangseyrir er 1200 krónur inn á svæðið, en gildir báða dagana. Börn 12 ára og yngri fá frítt inn, en mikilvægt er að þau séu í fylgd með fullorðnum, þar sem engin gæsla er á svæðinu.

Hlökkum til að fikta og fá ykkur með!

Munið að klæða ykkur í samræmi við veðrið.

GPS punktar

N65° 3' 30.518" W21° 32' 11.806"

Staðsetning

Eiriksstadir

Sími