Enn og aftur sameinast KK & Mugison í Bíóhöllinni á aðventunni og bjóða upp á einstaka tónleika sem hafa á undanförnum árum orðið að föstum lið í desember.
Jón Jónsson hljóp reyndar í skarðið fyrir Mugison í fyrra og það var svo skemmtilegt að það er ekki hægt að sleppa því að hafa hann með.
Á þessum tónleikum geta gestir átt von á blöndu af hlátri, hlýju, magnaðri tónlist og ógleymanlegri upplifun sem gerir jólamánuðinn enn betri.
Venju samkvæmt verður með í för hinn hæfileikaríki Þorleifur Gaukur.
Miðaverð litlar 9.500 kr.