Upplýsingar um verð
3990
Daníel Hjálmtýsson kemur sér fyrir í Akraneskirkju föstudagskvöldið 30. maí nk. og flytur lög Leonard Cohen.
Uppselt hefur verið á flesta slíka tónleika Daníels frá árinu 2016 en þetta munu vera fyrstu tónleikar Daníels á Akranesi.
Daníel hefur undanfarinn áratug fyllt kirkjur og krár víðsvegar um land og flutt efni Cohen í ýmsum formum og gerðum en Daníel er nýlentur heima á Íslandi eftir tónleikaferðalag um Bretlandseyjar ásamt hinum breska Duke Garwood. Þá undirbýr Daníel útgáfu sinnar annarrar breiðskífu, sem væntanleg er síðar á þessu ári.
Miðasala hefst á Tix.is mánudaginn 14. apríl klukkan 10.00
Tónleikar hefjast stundvíslega kl. 20.00
**Sérstakir gestir kynntir síðar