Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Örn og karl Ágús í Dalíu

9. nóvember
Húsið opnar kl. 16:00
Skemmtunin hefst kl. 17:00
Aðgangseyrir kr. 4.500 greiðist við innganginn.
ÖRN ÁRNASON
leikari og skemmtikraftur, kemur fram í Dalíu núna á sunnudaginn 9. nóvember, með gleði og söng. Hann vinnur um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu, en þegar Dalirnir kalla, skorast hann ekki undan. Þessa samverustund í Dalíu ætti enginn að láta fram hjá sér fara…hláturinn lengir lífið. Komum og gleðjumst saman …það er bara gaman. Aldrei að vita nema Karl Ágúst Úlfsson taki þátt í stuðinu við hljóðnemann.
KARL ÁGÚST ÚLFSSON
les úr nýjustu bókinni sinni, FÍFL SEM ÉG VAR, sem kemur út eftir fáeina daga. Bókin varð til þegar Karl barðist við minnisleysi, en það var afleiðing af æxli sem var fjarlægt úr höfðinu á honum. Hann reyndi eftir bestu getu að hala til sín minningar af ýmsum uppákomum á ferli sínum og tókst smátt og smátt að safna þeim saman í þeirri röð sem þær læddust til hans. Þetta fannst honum gera sér mikið gagn, einkum vegna þess að flestar þessar minningar reyndust hlægilegar í baksýnisspeglinum, en aðrar vöktu hugleiðingar og jafnvel nokkur tár. Og svo vill svo skemmtilega til að hluta þessarar bókar skrifaði Karl í Dalíu, en það er einmitt ástæðan fyrir því að hér les hann upp úr bókinni í fyrsta sinn fyrir áheyrendur.
Húsið opnar kl. 16:00
Skemmtunin hefst kl. 17:00
Aðgangseyrir kr. 4.500 greiðist við innganginn.

GPS punktar

N65° 6' 32.834" W21° 46' 1.844"