Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sturluhátíð 2022

13. ágúst kl. 13:00-15:00

Upplýsingar um verð

Frítt

Sturluhátíð 2022 og söguganga um Staðarhól

Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 13. ágúst nk. Hátíðin er kennd er við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum.
Hátíðin hefst með um klukkustundar sögugöngu um Staðarhól, en heldur síðan áfram í félagsheimilinu Tjarnarlundi, Saurbæ í Dölum og verða bornar fram kaffiveitingar.

Dagskrá:

Kl. 13:00 - Söguganga á Staðarhóli

Fornleifafræðingarnir Guðrún Alda Gísladóttir og Birna Lárusdóttir segja frá staðnum, staðháttum og rannsóknum sem þar fara fram.

Kl. 14:00 - Sturluhátíð í Tjarnarlundi

  1. Einar K. Guðfinnsson formaður Sturlufélagsins, setur hátíðina og minnist frumkvöðulsins Svavars Gestssonar.
  2. Guðrún Alda Gísladóttir fornleifafræðingur: Staðarhóll í Dölum: Höfuðból í minjum, sögu og sagnaritun. Rannsóknir tengdar verkefninu Ritmenning íslenskra miðalda.
  3. Einar Kárason rithöfundur: „Í fornsögum falla öll vötn til Breiðafjarðar“
  4. Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Tumi Torfason annast tónlistarflutning á milli dagskráratriða.

Aðgangur að hátíðinni er ókeypis og eru allir velkomnir.
Sturlufélagið býður kaffiveitingar að hætti heimamanna.

GPS punktar

N65° 21' 39.012" W21° 55' 11.829"

Staðsetning

Staðarhóll, Dalabyggð, Western Region, Iceland