Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Voru þrælar í Þrælavík?

19. júní kl. 13:00-14:30
Mannfallsbrekkur og Þrælavík, þar féll Lón-Einar og þrælar hans.
Upp af víkinni má finna forna refagildru og skotbyrgi Þórðar á Dagverðará.
Viltu vita meira?
Komdu með í fróðleiksgöngu um Þrælavík með Sæmundi frá Rifi.
Fróðleiksgöngur með Snæfellingum.
Rólegar göngur á undirlendi við allra
hæfi og fróðleikur í fyrrirúmi.
Gangan er tiltölulega auðveld og tekur um 1,5 klst. Komið klædd eftir veðri og vel skóuð.
Hist er í Þrælavík.
Hægt verður að leggja bílum við Þrælavík, þegar komið er niður afleggjarann að Malarrifi er beygt til hægri og þar er hægt að leggja.

Staðsetning

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull