Mikið er um fjölbreytta matargerð á Vesturlandi og mikið úrval hráefna er að finna í landshlutanum. Hér er mikil sjósókn, sterk landbúnaðarsvæði, grænmetisrækt og mikið um matarhandverk. Gestir Vesturlands hafa tækifæri á að smakka það besta sem Vesturland hefur upp á að bjóða á þeim fjölmörgu veitingahúsum sem finna má vítt og breitt um svæðið. Hver hefur sína sérstöðu enda hefðir og hráefni til matargerðar ólík eftir svæðum.

Vefur um matartengd verkefni, vestlenskan mat, matarhandverk, matgæðinga, matartengda viðburði og Veislu á Vesturlandi

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes hefur þróað Sælkeraferðir um Snæfellsnes s.l. misseri. Á Sælkeraleiðinni eru áfangastaðir sem varpa ljósi á matarmenningu Snæfellsness. Boðið er upp á margvíslega upplifun þar sem ferðlangar kynnast matvælaframleiðslu, sögu og hefðum og síðast en alls ekki síst eru veitingastaðir á leiðinni sem bjóða upp á mat úr héraði.
Við vonum að þið njótið en munið ávallt að athuga opnunartíma staða þar sem hann getur breyst.
Sælkeraleiðin er í stöðugri þróun og við hlökkum til að bjóða upp á fleiri áfangastaði í náinni framtíð.