Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Afþreying

_dsc8357.jpg
Afþreying

Á Íslandi má finna ýmiskonar afþreyingu, allt frá matreiðslunámskeiðum til útsýnisflugs. Á listanum hér að neðan eru ýmsar hugmyndir og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 

 

Bátaferðir

Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Íslandi, hvort sem ætlunin er að
slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.

Bæjarganga

Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar
óþrjótandi.

Gönguferðir

Að ganga, með eða án leiðsagnar, er sívinsæll ferðamáti og gönguleiðirnar
óþrjótandi.

Hópefli og hvataferðir

Vesturland er frábær vettvangur fyrir hverskonar hópefli. Möguleikarnir eru nánast
óþrjótandi.

Hvalaskoðun

Nokkur íslensk fyrirtæki bjóða upp á hvalaskoðun. Um tuttugu tegundir hvala
þrífast á hafsvæðum Íslands, en algengastar eru hrefnur, hnýsur, hnúfubakar og höfrungar.
Hvalaskoðun er stórfengleg upplifun fyrir unga sem aldna.

Norðurljósaskoðun

Íslensk náttúra í klakaböndum er stórfengleg og heimsókn til Íslands að vetri
til getur verið ævintýri líkust. Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna
norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir. Íslensk jól og áramót eru líka
skemmtileg upplifun.

Dagsferðir

Úrval dagsferða er nánast ótæmandi og þær geta verið hentugur kostur.

Hellaskoðun

Ísland státar af fjölda hella, stórum, smáum, djúpum og grunnum. Mörg
ferðaþjónustufyrirtæki bjóða upp á hellaskoðunarferðir en suma hella er hægt að skoða upp á
eigin spýtur.

Náttúrulegir baðstaðir

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Ísland er ríkt af
náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land.

Fjórhjóla- og Buggy ferðir

Sumir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á fjórhjólaferðir og buggy ferðir. Þær henta fólki sem kann vel að meta mikið fjör og ævintýralegt frí. 

Ljósmyndaferðir

Það er geysilega vinsælt að mynda Ísland, enda myndast landið
einstaklega vel. Hægt er að bóka sérstakar ljósmyndaferðir með leiðsögn ljósmyndara sem
velur fallega staði til ljósmyndunar og gefur góð ráð.

Matarupplifun

Á ferðalögum er kjörið að nota tækifærið til að kynnast matarmenningu landsins. 

Fuglaskoðun

Strendur og grunnsævi Vesturlands draga að sér mikinn fjölda sjófugla og vaðfugla, sem setja sterkan svip á fuglalíf landshlutans. 
Af 75 íslenskum fuglategundum verpa um 60 árlega á Vesturlandi. Að auki fara fimm tegundir svokallaðra fargesta um svæðið í þúsundatali að vori og hausti á leið sinni til og frá varpstöðvum á Grænlandi og Kanada. 
Haförninn má sjá um allt Vesturland en aðalheimkynni hans eins og dílaskarfs og toppskarfs eru við Breiðafjörð. Á meðal annarra athyglisverðra tegunda má nefna brandönd og blesgæs í Borgarfirði, flórgoða og skeiðönd í Staðarsveit og bjargfugla og kríu á utanverðu Snæfellsnesi. Í siglingum frá Stykkishólmi má komast í návígi við marga af sjófuglunum.

Dýragarðar og opinn landbúnaður

Fyrir fjölskyldufólk eru húsdýragarðar skemmtilegur
valkostur. Annar valkostur er að heimsækja bóndbæ sem býður gestum að fylgjast með
dýrunum á bænum og jafnvel gefa þeim og klappa. Slíkar heimsóknir eru ekki síst vinsælar
hjá yngstu kynslóðinni.

Hjólaleigur

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um
land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Fjölskyldu- og skemmtigarðar

Víða um land eru skemmtigarðar, bæði innan húss og utan,
þar sem fjölskyldan getur skemmt sér saman.

Vélsleða- og snjóbílaferðir

Margir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á snjósleðaferðir og
ferðir á fjórhjólum. Þær henta fólki sem kann að meta fjör og vill hafa fríið svolítið
ævintýralegt.

Vetrarafþreying

Íslensk náttúra í klakaböndum er stórfengleg og heimsókn til Íslands að vetri
til getur verið ævintýri líkust. Ýmis afþreying er í boði yfir vetrartímann og má þar nefna
norðurljósaferðir, vetraríþróttir og ýmsar skoðunarferðir. Íslensk jól og áramót eru líka
skemmtileg upplifun.

Jeppa- og jöklaferðir

Ýmsir ferðaþjónustuaðilar sérhæfa sig í jeppaferðum af ýmsu tagi.
Jeppaferð upp á jökul með stórfenglegu útsýni er ógleymanleg lífsreynsla.

Hjólaferðir

Sumstaðar er boðið upp á hjólaferðir með leiðsögn, sem er bæði
fróðleg og umhverfisvæn leið til að kynnast landinu. Margir kjósa líka að hjóla á eigin vegum,
ýmist á eigin farskjótum eða á leigðum hjólum.

Golfvellir

Golfáhugafólk hefur af nógu að taka, því víða um Vesturland eru prýðilegir golfvellir,bæði smáir og stórir.

Sjóstangaveiði

Sjóstangveiði er frábær skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Víða um land er hægt að
komast í slíkar ferðir.

Skíði

Fyrir þá sem stunda skíði eða snjóbretti eru mörg góð skíðasvæði um allt land
sem opin eru yfir vetrartímann ef aðstæður leyfa.

Sundlaugar

Hvað er skemmtilegra á góðum sumardegi eða köldum vetrardegi en að skella sér í sund. Um allt Vesturland er fjöldinn allur af sundlaugum, stórum og smáum. Flestar eru útilaugar en þó er ein og ein innilaug. Flestar sundlaugar eru opnar allan ársins hring og eru gríðarlega vinsælar jafnt hjá heimamönnum sem ferðamönnum.

Hestaafþreying

Íslenski hesturinn er uppáhald margra og þekktur víða um heim sem fyrirtaks
farskjóti. Fjölmargar hestaleigur eru um allt land, þar sem boðið er upp á lengri og skemmri
ferðir og þær sniðnar að þörfum hvers og eins.

Lúxusferðir

Fyrir þá sem kjósa að hafa það sérstaklega náðugt er fjölmargt í boði. Glæsilega
gistimöguleika má finna um allt land, matargerð á heimsmælikvarða og heilsulindir sem dekra
við viðskiptavininn frá toppi til táar. Einnig er mögulegt að ráða leiðsögumenn og bílstjóra
sem sjá um einkaleiðsögn og akstur.

Heilsurækt og Spa

Hluti af góðu ferðalagi er að rækta líkama og sál. 

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 7.400 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur