Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Komdu í ævintýraferð með Sögu og Jökli!

logo1-saga-jokull.jpg
Komdu í ævintýraferð með Sögu og Jökli!

Á níu stöðum á Vesturlandi er börnum og fjölskyldum boðið upp á alls kyns ævintýri með tveimur skemmtilegum  persónum, þeim Sögu og Jökli. Hér neðarlega á síðunni er hægt að hlaða niður smáforriti fyrir snjallsíma eða spjaldtölvu og nálgast þannig sögur og ratleiki þar sem þessar sögupersónur eru í aðalhlutverki.  

Saga er níu ára stelpa, sem ferðast mikið um landið með foreldrum sínum. Eitt sinn þegar þau voru á ferðalagi, birtist allt í einu álfastrákurinn Jökull og síðan hafa þau tvö lent í ýmsum ævintýrum  saman víðsvegar um Vesturland. Þegar forritinu hefur verið hlaðið niður í símann eða spjaldtölvuna er hægt að velja þá staði þar sem þau Sögu og Jökul er að finna, hlusta á sögurnar og fara í spennandi ratleiki á hverjum og einum stað þegar þangað er komið. Allir þessir staðir eiga það sameiginlegt að bjóða upp á eitthvað sérstaklega spennandi fyrir börn og fjölskyldur þeirra.

Á Snæfellsnesi er Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull þar sem er hægt að fara í fjöruferð, skoða hraun eða hella og fara í gönguferðir með landvörðum. Gestastofa þjóðgarðsins er á Malarrifi og þar er hægt að fá allar upplýsingar um svæðið. Ratleikurinn Sögu og Jökuls er síðan er á Gufuskálum sem er innan þjóðgarðsins.

Í Grundarfirði búa fjölmargir álfar í stokkum og steinum og ratleikur Sögu og Jökuls leiðir fólk um álfabyggðina. Þar er einnig hægt að skoða skemmtilega gamla muni og leikföng frá ýmsum tímum í Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar/Kaffi Emil.

Í Stykkishólmi
eru Sæferðir, sem bjóða upp á ævintýrasiglingar fyrir alla fjölskylduna. Þar má sjá erni og fleiri fugla, fylgjast með veiðum á skel og kröbbum og smakka skelfisk beint upp úr sjónum.

Eiríksstaðir í Dölum er endurbyggt heimili þar sem Leifur heppni Eiríksson, sá sem fann Ameríku, ólst upp. Hér fá krakkar að fara í víkingabúninga og prófa hvernig lífið var hjá víkingum.

 Í Landnámssetrinu í Borgarnesi eru líka landnámsmenn og víkingar í aðalhlutverki. Þar er meðal annars er sögð sagan um Egil Skallagrímsson alveg frá því hann var ódæll og bráðþroska strákur. Í Landnámssetrinu er boðið upp á barnaleiðsögn um sýningarnar, bæði um sögu Egils og landnám Íslands.

Á Bjarteyjarsandi í Hvalfirði fá gestir að upplifa lífið á sveitabæ, klappa dýrunum, fræðast um hvernig er að búa í sveitinni og hvaða störfum fólkið sinnir á hverjum árstíma. Þar er líka tilvalið að fara í fjöruferð og horfa á Bjarteyna.

Á Gljúfrasteini í Mosfellsdal bjó Halldór Laxness rithöfundur sem hlaut Nóbelsverðlaunin árið 1955. Þar er hægt að skoða heimilið og vinnustofuna hans og fræðast um líf og störf þessa frægasta rithöfundar Íslendinga.

 Við heimsókn í Reykholt fær fjölskyldan innsýn í verk og starf Snorra Sturlusonar sem skrifaði m.a. Snorra-Eddu.  Þar er hægt að skoða skemmtilega sýningu í Snorrastofu og kíkja á Snorralaug.

Einnig er hægt að fá upplýsingar um Sögu og Jökul á upplýsingamiðstöð Vesturlands i Borgarnesi.

Aðrir

Gljúfrasteinn - Safn Halldórs Laxness
  • Gljúfrasteinn
  • 270 Mosfellsbær
  • 586-8066

Vesturland

Þéttbýli
Þéttbýlisstaðirnir á Vesturlandi eru eins fjölbreyttir og þeir eru margir. Alls eru 10 staðir með fleiri en 50 íbúa og er Akranes fjölmennasti þéttbýliskjarninn með rúmlega 6.600 íbúa.

Öll stærri bæjarfélögin leggja æ ríkari áherslu á öfluga ferðaþjónustu þar sem fjölbreytt afþreying og þjónusta er í boði. 

Bæir og þorp

Map Hellissandur, Rif Grundarfjörður Stykkishólmur Búðardalur Dalir Arnarstapi Hellnar Snæfellsnes Bifröst Húsafell Reykholt Borgarfjörður Hvanneyri Borgarnes Hvalfjörður Akranes Ólafsvík Bjarteyjarsandur