Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Upplýsingamiðstöð Vesturlands lokar 1. apríl.

Upplýsingamiðstöð Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi lokar 1. apríl.
Upplýsingamiðstöð Vesturlands í Hyrnutorgi.
Upplýsingamiðstöð Vesturlands í Hyrnutorgi.

Upplýsingamiðstöð Vesturlands lokar 1. apríl.

Upplýsingamiðstöð Vesturlands opnaði í Hyrnutorgi í mars 2009 og hefur því verið starfrækt þar í 12 ár. Markaðsstofa Vesturlands hefur rekið upplýsingamiðstöðina undanfarin ár með stuðningi frá ríkinu og hefur hún verið ein af landshlutamiðstöðvum Íslands og gengt því hlutverki að veita áreiðanlegar upplýsingar um landshlutann allan til gesta og gangandi. 

Upplýsingamiðstöðvar eru reknar víðsvegar um landshlutann af sveitarfélögum á Vesturlandi og mun Borgarbyggð taka við rekstri upplýsingamiðstöðvar í Borgarnesi og hefur verið samið við Ljómalind um reksturinn út þetta ár. 

Markaðsstofa Vesturlands flytur einnig í nýtt húsnæði að Bjarnarbraut 8.