Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Seljaland ferðaþjónusta

- Sumarhús

Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland.is.

Við bjóðum upp á gistingu í gamla Seljalandshúsinu. Þar eru 3 svefnherbergi, eldhús, stofa og baðherbergi. Húsið er leigt út í einu lagi. 

Það eru tvö stór herbergi í skála með sér baðherbergi, þar er hjónarúm og auka rúm. Það er 25 manna veitingasalur í skála sem er rekin af matreiðslumeistara og með vínveitingaleyfi. 

Það er gisting í 3 smáhýsum sem deila með sér baðhúsi. Smáhýsin eru bara í boði á sumrin. Á sumrin erum við með aðstöðu fyrir hópa, svo sem ættarmót. Gott aðgengi fyrir húsbíla, tjaldvagna, fellihýsi og tjöld. Grillaðstaða og aðgengi að hlöðu. 

Einnig erum við með til leigu nýtt 113 fermetra hús með heitum potti, Kornmúli. Það eru þrjú svefnherbergi í húsinu. Hver herbergi hefur sér baðherbergi. Það er opið rými sem er eldhús, borðstofa og stofa. Stór og mikill pallur vestan og sunnan við húsið í kringum heita pottinn. 

Það er hægt að skoða fleiri myndir á heimasíðu Seljalands www.seljaland.is  

Seljaland ferðaþjónusta

Seljaland ferðaþjónusta

Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland
Kornmúli

Kornmúli

Vel búið hús, öll herbergi með sér baði. Við sumarhúsið er verönd og heitur pottur, bústaðurinn rúmar allt að 6 gesti. -Fullbúið eldhús-Heitur pottur
Dalahyttur

Dalahyttur

Dalahyttur er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á gistingu í 9 tveggja mannaherbergjum. Á staðnum eru þrjú 15m2 smáhýsi. Húsin eru öll útbúin 16