Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Seljaland veitingahús

- Veitingahús

Við í Seljalandi erum með lítinn veitingastað sem tekur 20-25 manns í sæti. Þessi veitingastaður er ekki opinn sem a la carte staður heldur þarf að panta með fyrirvara. Sá háttur er á að fólk sem ætlar að koma í mat í Seljalandi hefur samband og fær sendan matseðil og gengur frá pöntun í framhaldinu. 

Seinni partinn í nóvember og byrjun desember bjóðum við upp á jólahlaðborð fyrir litla hópa um helgar. Á þorranum höfum við verið með þorramat fyrir litla hópa. 

Það er gistiaðstaða fyrir 10 manns hér í Seljalandi yfir vetrarmánuðina og svo erum við með 113 fermetra hús Kornmúla hér rétt hjá með gistiaðstöðu fyrir 6 manns. 

Veitingastaðurinn í Seljalandi er með vínveitingaleyfi og þar er starfandi matreiðslumeistari. 

Seljaland ferðaþjónusta

Seljaland ferðaþjónusta

Seljaland er friðsæll bóndabær við enda Hörðudalsvegar eystri 581. Það þarf að panta gistingu og mat með fyrirvara í síma 894 2194 eða niels@seljaland
Kornmúli

Kornmúli

Vel búið hús, öll herbergi með sér baði. Við sumarhúsið er verönd og heitur pottur, bústaðurinn rúmar allt að 6 gesti. -Fullbúið eldhús-Heitur pottur
Dalahyttur

Dalahyttur

Dalahyttur er fjölskyldurekið fyrirtæki sem býður upp á gistingu í 9 tveggja mannaherbergjum. Á staðnum eru þrjú 15m2 smáhýsi. Húsin eru öll útbúin 16