Í mars þurfa ökumenn að hafa í huga að þegar sólin er lágt á lofti geta skapast krefjandi aðstæður við akstur. Þótt tekið sé að vora má enn búast við öllum veðrum og að skjótt skipast veður í lofti. Hlýr og skjólgóður vetrarklæðnaður er nauðsynlegur. Von bráðar draga norðurljósin sig í hlé fyrir sumarið. Sumarjafndægur eru 20. Mars.
Hvað þarf ég að taka með?
- Hlýjan og einangrandi jakka eða úlpu
 - Hlý lög af fötum (ullarpeysu, dún-/primaloftjakka, hlýir sokkar o.þ.h.)
 - Brodda eða skó með stömum sóla (jafnvel þótt þú sért bara í bæjarferð)
 - Flíspeysa/létt ullarpeysa
 - Regn-/vindheldur jakki og buxur
 - Sterkir gönguskór með góðum sóla
 - Sólgleraugu
 - Vettlingar
 - Trefill
 
- Húfa
 - Hlý undirföt/ullarnærföt (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
 - Vatnsheldir gönguskór (sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
 - Hlýir sokkar eða göngusokkar(sérstaklega ef ferðinni er heitið inn á hálendi eða í fjallgöngur)
 - Sundföt
 - Fljótþornandi handklæði (sérstaklega ef farið er í náttúrulaugar og uppsprettur – hægt er að leigja handklæði í flestum sundlaugum)