Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hvað er að frétta í ferðaþjónustunni á Vesturlandi?

Markaðsstofa Vesturlands, ásamt fulltrúum frá Broadstone, mun leggja land undir fót í næstu viku og koma víðsvegar við í landshlutanum til að hitta og eiga samtal við ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi.

Markaðsstofa Vesturlands verður á ferðinni til að taka púlsinn á ferðaþjónustunni í landshlutanum dagana 16.-17. apríl. 

Ætlunin er að hitta og eiga samtal við ferðaþjónustuaðila víðsvegar á Vesturlandi og kynna spennandi tæknilausnir sem Broadstone hefur verið að þróa útfrá þörfum ferðaþjónustunnar en Broadstone var stofnað af aðilum úr ferðaþjónustu með það að markmiði að búa til markaðs- og söluefni sem er sérhannað fyrir ferðaþjónustu.Þau nýta myndefni og myndbrot á gagnvirkan hátt, ekki svo ósvipað tölvuleik, til þess að selja afþreyingu, hótel og áfangastaði ferðaþjónustu. Þau eru að vinna að markaðs- og söluefni fyrir Vesturland í samstarfi við Markaðsstofu Vesturlands og ferðaþjónustufyrirtæki. Þau munu kynna sínar lausnir og samstarfið á fundunum. Nánar hér:broadstonenetwork.com

Sjö fundir verða haldnir á þessum tveimur dögum en staðsetningar voru valdar með það í huga að sem flestir ættu að sjá sér fært að koma án þess að þurfa að ferðast langar vegalengdir, sjá tíma- og staðsetningar hér að neðan og skráningarform má nálgast neðst á síðunni. 

16. apríl

    • 10:00 - Laxárbakki í Hvalfjarðarsveit
    • 12:00 - Hótel Vesturland Borgarnesi
    • 16:00 - Brúarás Borgarfirði  Felldur niður

       

 

 

17. apríl

    • 10:00 - Þjóðgarðsmiðstöðin Hellissandi
    • 13:00 - Narfeyrarstofa Stykkishólmi
    • 16:00 - Breiðablik Á Snæfellsnesi - Felldur niður

       

 

 

Verðum með á samhristingi í Dölunum - nánar auglýst síðar. 

Skráning hér