Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kynningar- og vinnufundur haldinn í Stykkishólmi 25. apríl 2023

Annar stóri kynningar- og vinnufundurinn í „skipaverkefninu“ á Snæfellsnesi var haldin í samkomusal Fosshótel í Stykkishólmi þriðjudaginn 25.04. kl. 16:45-19:45.

Fundarboð var sent út á hagaðilalista allra þjónustusvæða á Snæfellsnesi og fundurinn kynntur með opinni frétt á www.west.is og færslu á facebook – allir áhugasamir gátu skráð sig á fundinn og 39 aðilar mættu.

Þátttakendur á fundinum kynntu sig og verkefnisstjóri kynnti verkefnið og hvað lægi fyrir fundinum. Byrjað var á erindum, fyrirspurnum og umræðum, síðan var matarpása þar sem fólk gæddi sér á súpu og nýbökuðu brauði frá hótelinu, svo var vinnufundur þátttakenda.

Fyrst voru bæjarstjóri og hafnarstjóri Grundarfjarðarbæjar með erindi um sýn og aðkomu sveitarfélaga að komum skemmtiferðaskipa, auk þess voru gestir frá GÁRU og ferðaskrifstofunni Iceland Travel sem héldu kynningar á fundinum um þeirra hlutverk og aðkomu að móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi. Erindin voru góð og bættu miklu við umræðuna, en nokkuð var um fyrirspurnir úr sal og góðar umræður að loknum kynningum.

Öryggismál varðandi móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi voru nokkuð rædd á fundinum og ákveðið að aðstandendur verkefnisins myndu funda sérstaklega með viðbragðsaðilum á Snæfellsnesi til að fara yfir hvernig staðið er að öryggismálum varðandi móttöku skemmtiferðaskipa.

Vinnusmiðjan var góð og gekk vel – þar sem þátttakendur unnu í svæðisskiptum hópum og svöruðu fyrir sitt leiti fjórum spurningum varðandi „HVER Á AÐ GERA HVAÐ OG HVER BER ÁBYRGÐ Á HVERJU“;

 

 

  • Hvað vilja heimamenn að stjórnsýslan (sveitarfélögin og opinberir aðilar) geri og beri ábyrgð á - varðandi móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi?
  • Hvað vilja heimamenn að fyrirtæki, ferðaskipuleggjendur og fararstjórar sem skipuleggja og fara með hópa um Snæfellsnes geri og beri ábyrgð á - varðandi móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi?
  • Hvað vilja heimamenn að ferðafólk og gestir sem heimsækja Snæfellsnes geri og beri ábyrgð á - varðandi komu sína og heimsókn á Snæfellsnes?
  • Hvað vilja heimamenn að samfélagið (íbúar og starfsfólk) sem búa á Snæfellsnesi – geri og beri ábyrgð á varðandi móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi?

Í lokin kynnti hver hópur hvað var þeim efst í huga eftir þessa vinnu og allir fóru glaðir heim.

Kynningarnar sem fluttar voru á fundinum voru teknar upp og því er hægt að hlusta á og sjá þær með því að smella á myndböndin hér fyrir neðan.

Margrét Björk - fagstjóri Áfangastaða- og Markaðssviðs SSV:

Björg Ágústsdóttir - bæjarstjóri í Grundarfjarðarbæ:

Hafsteinn Garðarsson - Hafnarstjóri Grundarfirði:

Elín Hróðný Ottósdóttir - umboðsaðili GÁRU skipamiðlun:

Ingunn Hjaltalín Ingólfsdóttir – ferðaskipuleggjandi Iceland Travel:

Margrét Björk – fagstjóri Áfangastaða- og Markaðssviðs SSV: