Glacier Paradise er fjölskyldurekið ævintýrafyrirtæki á Arnarstapa á Snæfellsnesi. "Við sérhæfum okkur í einstakri náttúruupplifun á og við Snæfellsjökul. Við bjóðum upp á buggy ferðir allan ársins hring um töfrandi landslag í kringum Arnarstapafell - með útsýni yfir Snæfellsjökul, Faxaflóa og Breiðafjörð".
Frá mars til júlí bjóðum við einnig upp á snjótroðaraferðir upp á jökulinn þar sem gestir fá tækifæri til að upplifa stórkostlegt útsýni yfir Vesturland og Vestfirði.
Snæfellsjökull er 700.000 ára jökulhúðuð eldkeila sem trónir við vestasta hluta Snæfellsness. Hann er heimsþekktur fyrir að hafa verið innblástur að skáldsögu Jules Verne, Journey to the Center of the Earth. Jökullinn er hluti af þjóðgarði og ein af náttúruperlum Íslands.