Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Joan Perlman kynnir verk sín á opinni vinnustofu að Nýp á Skarðsströnd

19. maí kl. 17:00

Nýp Vinnustofudvöl fyrir lista- og fræðimenn:

Vinnustofan verður opin almenningi sunnudaginn þ. 19. maí nk. kl. 17:00 og þá mun fyrsti gestalistamaðurinn að Nýp,
Joan Perlamn, kynna verk sín.
 
Nýp Vinnustofa / grafíkverkstæði er vinnurými fyrir lista- og fræðafólk sem vill vinna að verkum sínum í kyrrð víðáttumikils landslags og í einstökum birtuskilyrðum.
Á vinnustofunni er grafíkpressa fyrir myndlistamenn til að prenta bæði háþrykk og djúpþrykk, stórt vinnuborð og annað minna, auk gisti- og eldunaraðstöðu.
 

Listamanninum Joan Perlman hefur verið boðið að dvelja í vinnustofunni allan maímánuð 2024 sem fyrsti gestalistamaðurinn og er því sérstaklega velkomin. Joan er búsett í Los Angeles og í New Mexico.

Joan Perlman er bandarískur myndlistamaður með aðsetur í Los Angeles og Lamy í Nýju Mexíkó. Perlman hefur sýnt víða og hlotið fjölda verðlauna og styrki í heimalandi sínu og erlendis fyrir verk sem eru innblásin af eldbrunnu landslagi Íslands, en það hefur lengi vakið áhuga hennar. Myndbönd hennar, málverk og prent fjalla um hráa og grófa fegurð þessarar norðlægu eyju. Perlman hefur því einkum áhuga á þeim miklu breytingaröflum sem umskapa jörðina og leiða í ljósi hversu mjög náttúra okkar og umhverfi okkar er breytingum háð. Myndbönd hennar veita okkur innsýn í krafta þessara jarðnesku afla og gera þau sýnileg. Í verkum sínum skrásetur Perlman síbeytilegt umhverfið og þau áhrif sem það hefur á hana. Á nýlegum videóum hennar, t.d. Thaw (2020), Drowning Pool (2019) og Dispersion (2016), birtast einnig hljóðmyndir sem unnar eru í samvinnu við alþjóðleg samtímatónskáld, þar á meðal Laurie Spiegel, Linda Buckley og Chris Watson.

Ný kvikmynd Perlmans, Sweep (2024) var nýlega frumsýnd í Screenings, verkefni samtímavideólistamanna við háskólann í San Diego í Kaliforníu. Videó hennar hafa verið sýnd á norrænu alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í New York og Currents New Media Film Festival í Santa Fe í New Mexico.
Árið 2022-23 fékk Perlman styrk frá American-Scandinavian Foundation í New York. Á Íslandi hafa myndir og videó Perlman verið sýndar á einkasýningum í Hafnarborgar og á Skriðuklaustri.

Verkefnið er stutt af DalaAuði og SSV

GPS punktar

N65° 19' 25.565" W22° 8' 17.320"

Staðsetning

Nýp á Skarðsströnd