Verið velkomin á opnun myndlistasýningar Ofið landslag sem er samvinnuverkefni Sarah Finkle, Írisar Maríu Leifsdóttur og Antoníu Bergþórsdóttur. Þær vefa í landslagið við rætur Akrafjalls með ull sem þær spunnu og lituðu með jarðefnum frá nærumhverfi Akraneskaupstaðar. Þær skrásetja ferlið með pinhole myndavél og video verkum og sýna verk sem urðu til á Akrafjalli og við vitann.
Þann 20. september 2025 verður opnun í Akranesvita frá 13-16. Sýningin stendur í þrjár vikur.
Styrkt af Akraneskaupstað og þökkum Hilmari í Akranesvita, Hafliða á Leirá, fjölskyldu Írisar Maríu og Textílmiðstöð Íslands.