Fara í efni

Opnunartónleikar Reykholtshátíðar; "Aríur og Mozart"

23. júlí kl. 20:00-21:00

Á opnunartónleikum Reykholtshátíðar mun Herdís Anna Jónasdóttir sópran flytja þekktar óperuaríur ásamt Bjarna Frímanni Bjarnasyni píanóleikara. Fiðluleikarinn Auður Hafsteinsdóttir og Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari munu flytja strengjadúó Jóns Nordal, sem fagnar 95 ára afmæli sínu í ár. Einnig mun hljóma hinn ástsæli Strengjakvintett Mozarts í g-moll.

Staðsetning

Reykholt, Borgarfirði