Sjarmerandi veitingastaður á besta stað í Stykkishólmi.
Sjávarpakkhúsið hefur hlotið umhverfisvottun Svansins sem er opinbert 
norrænt umhverfismerki
Við leggjum áherslu á staðbundin hráefni og sjálfbærni og gerum ávallt 
okkar besta í að framreiða hágæða mat með eins litlum áhrifum á 
umhverfið og mögulegt er. Við erum afar stolt af að vinna náið með 
sjómönnum, bændum og matvælaframleiðendum í nágrenni við okkur sem sjá 
okkur fyrir besta hráefni sem völ er á. Við veljum hráefni og þjónustu 
úr nærumhverfinu, höldum matarsóun í lágmarki, leggjum áherslu á að 
minnka orkunotkun, efnanotkun og úrgang.