Náttúruperlur Vesturlands
Hraunfossar
Ein fegursta náttúruperla landsins. Ótal fossar spretta úr jaðri Hallmundarhrauns og falla í Hvítá. Hraunfossar, Barnafoss og næsta nágrenni voru friðlýst 1987. Bílastæði eru við Hraunfossa og þaðan er örstutt gönguleið að útsýnispalli þaðan sem fossarnir sjást vel. Einnig er brú yfir ánna þar sem ganga má yfir í hraunið. Veitingastaður og minjagripaverslun er skömmu frá bílastæðinu.
Kirkjufell
Kirkjufell er mest myndaða fjall Íslands og þykir vinsælt að ná mynd af fjallinu með Kirkjufellsfossinn í forgrunni. Fjallið er 463 m og myndast vel frá þéttbýlinu og frá ströndinni og sjónum allt í kringum fjörðinn.
Snæfellsjökulsþjóðgarður
Heillandi náttúra og merkar sögulegar minjar urðu til þess að Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður 28. júní 2001. Markmiðið er að auðvelda fólki að ferðast um svæðið og kynnast því. Hann er fyrsti þjóðgarður á Íslandi sem nær í sjó fram. Sérstaða þjóðgarðsins felst í nálægðinni við sjóinn og samspili mannlífs og náttúru. Þjóðgarðar eru þjóðareign og er öllum frjálst að fara um þá, samkvæmt þeim reglum sem um þá gilda.
Þjóðgarðsvörður sér um daglegan rekstur þjóðgarðsins í umboði Umhverfisstofnunar. Yfir sumarmánuðina starfa þar landverðir við fræðslu, upplýsingagjöf, eftirlit og umhirðu. Skipulagðar gönguferðir eru nokkrum sinnum í viku. Gestir eru hvattir til að leita upplýsinga og fræðslu hjá starfsfólki þjóðgarðsins.
Deildartunguhver
Deildartunguhver er vatnsmesti hver Evrópu en hann er einnig líkt og Kleppjárnsreykjahver samheiti á nokkrum hverum sem í heildina ná yfir um 50 m svæði. Úr hverunum koma 180 l af u.þ.b. 100° heitu vatni á sekúndu og er mesta uppstreymið undan 5 m háum leirbakka sem nefndur er ýmist Hverahóll eða Laugarhóll. Hverinn er nálægt bænum Deildartungu og dregur nafn af honum. Hann er friðaður. Vatni úr hvernum er dælt til Borgarness og Akraness.
Viðburðir á Vesturlandi
Ferðaleiðir
Snæfellsjökulsþjóðgarður
Snæfellsjökulsþjóðgarður
Snæfellsjökulsþjóðgarður er staðsettur á utanverðu Snæfellsnesi á Vesturlandi. Hann er um 18km2 að stærð og fyrsti þjóðgarður landsins sem nær að sjó. Þjóðgarðurinn var stofnaður 28. júní árið 2001 í þeim tilgangi að vernda bæði sérstæða náttúru svæðisins og merkilegar sögulegar minjar.
Lesa meira
Þéttbýli
Akranes
Akranes er stærsta bæjarfélagið á Vesturlandi þar sem búa rúmlega 7.400 manns. Það tekur einungis um 45 mín að keyra frá Reykjavík upp á Akranes ef fa
Bifröst í Borgarfirði
Bifröst í Borgarfirði er háskólaþorp sem byggir á gömlum merg. Háskólinn á Bifröst á rætur að rekja til Samvinnuskólans sem var stofnaður árið 1918 í
Borgarnes
Borgarnes er afar fagurt bæjarstæði með holtum sínum og klettum. Þar má finna flest það sem heillar ferðamanninn og fullnægir þörfum hans. Eins og mag
Búðardalur í Dölum
Búðardalur í Dölum er þjónustumiðstöð Dalanna. Þar er matvöruverslun, blómabúð, handverksverslun og ýmis þjónustufyrirtæki, heilsugæsla og grunn- og l
Grundarfjörður
Grundarfjörður á Snæfellsnesi er heimabær Kirkjufells sem er eitt af þekktustu fjöllum Íslands ef ekki heimsins alls. Ekki er óalgengt að erlendir ljó
Hellissandur
Hellissandur á Snæfellsnesi er vestast á nesinu norðanverðu. Þar er hótel, tjaldsvæði, veitinga- og kaffihús og söfn. Sjóminjasafn er á Hellissandi og
Hvanneyri í Borgarfirði
Hvanneyri er vaxandi, lítið þéttbýli í Borgarfirði, þar er Landbúnaðarháskóli Íslands með sínar höfuðstöðvar. Einnig eru starfrækt á staðnum Landbúnað
Ólafsvík á Snæfellsnesi
Ólafsvík á Snæfellsnesi er útgerðarstaður með góða höfn. Þar er gamalt pakkhús frá 1844 sem stendur í miðbænum og er nú friðlýst. Þar er nú minjasafn
Reykholt í Borgarfirði
Reykholt í Borgarfirði er lítið þorp og einn merkasti sögustaður landsins. Líkast frægast vegna búsetu Snorra Sturlusonar 1206-1241, eins nafnkunnasta
Rif á Snæfellsnesi
Rif á Snæfellsnesi er lítið þorp á norðanverðu nesinu. Það hét að fornu Hávarif eða Háarif en er nú aldrei kallað annað en Rif. Þar er starfrækt gisti
Stykkishólmur
Stykkishólmur á Snæfellsnesi á sér yfir 400 ára sögu sem verslunarstaður og hafa mörg gömul hús verið gerð upp og eru mikil bæjarprýði. Í bænum eru hó
Vesturland allt árið
Fylgdu okkur og
upplifðu Vesturland
upplifðu Vesturland
#westiceland @westiceland