Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir og fróðleikur

Jómfrúarsigling Akraness í gær

Um klukkan hálf sex í gærdag lagði ferjan Akranes af stað í jómfrúarsiglingu sína til Akraness. Ferjan mun síðan hefja áætlunarsiglingar á milli Reykjavíkur og Akraness mánudaginn næstkomandi, 19. júní og með því hefjast fyrstu ferjusiglingar á milli sveitarfélaganna frá því Akraborgin hætti að ganga árið 1998. Mikill hátíðarbragur var yfir jómfrúarsiglingunni og tók mikill fjöldi Skagamanna á móti ferjunni þegar hún lagði að gömlu Akraborgarbryggjunni. Á bryggjunni var boðið upp á grillaðar pylsur, hoppukastala og þá lék þjóðlagasveitin Slitnir strengir nokkur lög.

Vesturland myndrænasti áfangastaður Evrópu 2017 samkvæmt Luxury travel Guide

Luxury Travel Guide valdi Vesturland ,,Scenic destination of Europe”. Luxury Travel Guide sérhæfir sig í skrifum um áfangastaði, hótel, heilsulindir, tækni og fleira. Blaðið leggur áherslu á betur borgandi ferðamenn. Vesturland er valið vegna fallegrar náttúru svæðisins auk þess sem gott er að gera út frá Vesturlandi þegar kemur að því að kanna náttúru.
Frá undirskrift samninga við markaðsstofur landshlutana og Höfuðborgarstofu.

EITT STÆRSTA VERKEFNI FERÐAÞJÓNUSTUNNAR ER HAFIÐ: UMFANGSMIKIL ÁÆTLUNARGERÐ UM LAND ALLT

Ferðamálastofa hefur gengið til samninga um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (e. Destination Management Plan) í öllum landshlutum. Þetta er eitt stærsta verkefnis á sviði ferðaþjónustu sem ráðist hefur verið í hér á landi. Samið verður við markaðsstofur landshlutanna og Höfuðborgarstofu um að leiða vinnuna í hverjum landshluta en Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála hafa átt samvinnu um verkefnið, ásamt markaðsstofum landshlutanna.
Fulltrúar Íslandsstofu, Markaðsstofa landshlutanna og Höfuðborgarstofu

SAMSTARF MARKAÐSSTOFA, HÖFUÐBORGARSTOFU OG ÍSLANDSSTOFU

Fulltrúar Íslandsstofu, Markaðsstofa landshlutanna og Höfuðborgarstofu skrifuðu í gær undir samstarfsyfirlýsingu á vettvangi markaðssetningar erlendis fyrir áfangastaðinn Ísland. Yfirlýsingin var undirrituð á fundi Íslandsstofu um ímynd Íslands sem áfangastaðar sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica.
Ísgöngin í Langjökli

Vesturland á meðal 17 áhugaverðustu staða í heimi að mati CNN-Travel

Að mati CNN-Travel er Vesturland á meðal 17 áhugaverðustu staða í heimi fyrir ferðamenn til að sækja heim.

Samþykkja yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu

Á morgun munu yfir hundrað fyrirtæki hér á landi taka höndum saman og skrifa undir yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu.

Skráning hafin á Mannamót 2017

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 19. janúar 2017 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.

Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu á Vesturlandi 2016 Stykkishólmi 24. Nóvember

Uppskeruhátíð Ferðaþjónustu á Vesturlandi 2016 Stykkishólmi 24. Nóvember

Fundað með frambjóðendum um ferðamál

„Ætla stjórnmálin að sitja hjá?“ er yfirskrift opins fundar með stjórnmálamönnum í Norðvesturkjördæmi þar sem fjallað verður um ferðaþjónustu. Fundurinn verður í Hjálmakletti í Borgarnesi annað kvöld, fimmtudaginn 13. október klukkan 20. Bein útsending frá fundinum verður á sjónvarpsstöðinni N4 og á saf.is

Kynningarfundir um stefnumarkandi stjórnaráætlanir á Vesturlandi

Stjórnstöð ferðamála og ferðamálastofa boða til 14 kynningarfunda um gerð stefnumarkandi stjórnunaráætlana (Destination Management Plans-DMP) Fundir verða haldnir í Borgarnesi 20. september og í Grundarfirði 22. september. Allir velkomnir
Markaðsstofur landshlutanna (MAS) halda árlega ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar í samstarfi vi…

RÁÐSTEFNA MARKAÐSSTOFA LANDSHLUTANNA (MAS) UM DREIFINGU FERÐAMANNA

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) halda árlega ráðstefnu um málefni ferðaþjónustunnar í samstarfi við Deloitte. Ráðstefnan verður haldin í Iðnó, 15. september n.k. kl. 13-16.

Réttir á Vesturlandi haustið 2016

Réttir á Vesturlandi verða á næstunni.