GUÐLAUG HLÝTUR UMHVERFISVERÐLAUN FERÐAMÁLASTOFU ÁRIÐ 2019
Verkefnið „Guðlaug – heit laug í grjótvörn við Langasand á Akranesi“ hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálstofu árið 2019. Verðlaunin voru afhent í dag þann 18. desember í blíðskaparveðri við Guðlaugu á Akranesi. Var það Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri Ferðamálastofu sem afhenti verðlaunin og við þeim tók Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri.