Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir og fróðleikur

Aðventuhandbók Snæfellsness

Aðventuhandbók Snæfellsness er komin út

Svæðisgarðurinn Snæfellsnes vill með útgáfu þessarar aðventuhandbókar hvetja til þess að Snæfellingar njóti þess sem í boði er á Snæfellsnesi og að jólagjafir séu keyptar í heimabyggð. Mikið er í boði þegar leitað er eftir, bæði vörur og þjónusta. Hér hefur öllum Snæfellingum verið boðið að kynna sína þjónustu og afraksturinn er borinn á hvert heimili.

Umsóknarfrestur í Ratsjánna rennur út 1.desember

Umsóknarfrestur í Ratsjánna rennur út 1.desember - Allar nánari upplýsingar má finna inná http://www.icelandtourism.is/verkefni/ratsjain/

Heimasíða Vestfjarðaleiðarinnar komin í loftið

Heimasíða fyrir Vestfjarðaleiðina sem er 950 km ferðamannaleið um Vestfirði og Dali er komin í loftið. Á heimasíðu verkefnisins má finna almennar upplýsingar um þessa nýju ferðamannaleið, skoða helstu áhersluþætti sem og finna þátttökufyrirtæki verkefnsins.

Ratsjáin – verkfæri og verkefni til framfara fyrir ferðaþjónustuna

Sjö landshlutasamtök í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og RATA, hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, sem er sameiginlegt verkefni til að efla viðkomandi fyrirtækin til að takast á við ýmsar áskoranir á erfiðum tímum. Verkefnið hefst í janúar og lýkur um miðjan apríl 2021.

Gefum hvort öðru gleði og góða upplifun

Markaðsstofa Vesturlands hefur ákveðið að fara í markaðsátak í nóvember til að kynda undir landanum að versla við ferðaþjónustuna á Vesturlandi fyrir jólin í formi gjafabréfa í upplifun.

Mannamót Markaðsstofa Landshlutanna 2021

Markaðsstofur landshlutanna hafa ákveðið að fresta hinu árlega Mannamóti sem halda átti í janúar 2021. Ekki hefur verið sett önnur dagsetning á viðburðinn en ákvörðun um það verður tekin um leið og tækifæri gefst.
Upplifðu Ísland

Blað brotið í upplýsingagjöf til ferðalanga um Ísland

Markaðsstofur landshlutanna ýta úr vör langstærsta samstarfsverkefni sem samtökin hafa ráðist í. Verkefnið er mikilvægur hlekkur í enduruppbyggingu ferðaþjónustunnar í kjölfar heimsfaraldurs. 

Þátttaka í menningardagskrá Vesturlands

Markaðsstofa Vesturlands flutt

Markaðsstofa Vesturlands hefur lokað skrifstofu sinni í Hyrnutorgi og hefur flutt starfsemi sína að Bjarnarbraut 8.
Snæfellsjökull.

Opið útboð í byggingu Þjóðgarðamiðstöðvar á Hellissandi

Ríkiskaup hafa auglýst byggingarútboð vegna framkvæmda við Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi.

Markaðsstofa Vesturlands bregst við ástandinu

Markaðsstofa Vesturlands bregst ástandinu í þjóðfélaginu vegna Covid-19. Rætt var við Margréti Björk Björnsdóttur, forstöðumann markaðsstofunnar.
Upplýsingamiðstöð Vesturlands í Hyrnutorgi.

Upplýsingamiðstöð Vesturlands lokar 1. apríl.

Upplýsingamiðstöð Vesturlands í Hyrnutorgi í Borgarnesi lokar 1. apríl.