Ratsjáin – verkfæri og verkefni til framfara fyrir ferðaþjónustuna
Sjö landshlutasamtök í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og RATA, hafa tekið sig saman um að bjóða stjórnendum í ferðaþjónustu og tengdum greinum þátttöku í nýrri útgáfu af Ratsjánni, sem er sameiginlegt verkefni til að efla viðkomandi fyrirtækin til að takast á við ýmsar áskoranir á erfiðum tímum. Verkefnið hefst í janúar og lýkur um miðjan apríl 2021.