Mannamótum hefur verið frestað til 24. mars 2022
Mannamótum hefur verið frestað til 24. mars 2022, vegna breytinga á sóttvarnarreglum sem taka gildi í kvöld. Ferðakaupstefnuna stóð til að halda í janúar eins og venjan er, nánar tiltekið þann 20. janúar en í ljósi aðstæðna hefur nú verið ákveðið að fresta henni.