Afmælisráðstefna AECO í Osló
Í tilefni af 20 ára afmæli AECO samtakanna (Association of Arctic Expedition Cruise Operators) var haldinn glæsileg afmælisráðstefna í Osló dagana 17.-18. október síðastliðinn. Margrét Björk, fagstjóri áfangastaða- og markaðssviðs SSV flaug til Noregs og var einn af fulltrúum Íslands á ráðstefnunni. Hún kynnti áfangastaðinn Vesturland og undirritaði samstarfsyfirlýsingu um þátttöku í samráðsvettvangi áfangastaða á norðurslóðum.