Tækifæri í móttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Vesturlandi
Áfanga- og markaðssvið SSV ásamt Akraneskaupstað og Faxaflóahöfnum taka nú þátt í samstarfsverkefni um gæði í móttöku á skemmtiferðaskipum á Akranesi. Þetta er Nora verkefni sem kemur í gegn um Ferðamálastofu og er samstarfsverkefni við AECO þar sem unnið er með nokkrum höfnum á Íslandi, Noregi, Færeyjum og Grænlandi.