Fundað með frambjóðendum um ferðamál
„Ætla stjórnmálin að sitja hjá?“ er yfirskrift opins fundar með stjórnmálamönnum í Norðvesturkjördæmi þar sem fjallað verður um ferðaþjónustu. Fundurinn verður í Hjálmakletti í Borgarnesi annað kvöld, fimmtudaginn 13. október klukkan 20. Bein útsending frá fundinum verður á sjónvarpsstöðinni N4 og á saf.is