Bjartsýni ríkir hjá ferðaþjónustufólki á Vesturlandi
Mannamót markaðsstofa landshlutanna fóru fram í flugskýli Ernis við Reykjavíkurflugvöll í gær. Mannamót er árlegur viðburður og er ætlað að vera vettvangur ferðaþjónustufyrirtækja á landsbyggðinni til að kynna sig og sína þjónustu fyrir ferðaskrifstofum og fleiri ferðaþjónustuaðilum á höfuðborgarsvæðinu. Á Mannamóti hittist því fólk alls staðar af landinu, kynnist hvert öðru og myndar tengsl.